Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

  • Frúin vaknaði og bóndinn hlekkjaður
    Skjáskot af hluta umræðunnar vegna flugeldaskothríðarinnar. Það búa ekki teprur í Vogum!
  • Frúin vaknaði og bóndinn hlekkjaður
    Sökudólgarnir, Gunnlaugur og Egill, vöktu Vogabúa á laugardagskvöldið.
Mánudagur 18. september 2017 kl. 18:16

Frúin vaknaði og bóndinn hlekkjaður

-Samfélagið í Vogum logar eftir flugeldasýningu á laugardagskvöld

Fagnaðarlæti Þróttara í Vogum virðast hafa farið úr böndunum á laugardagskvöld þegar þeir fögnuðu þeim áfanga að hafa tryggt sér sæti í 2. deildinni í knattspyrnu á næsta ári. Í fögnuði á laugardagskvöld var skotið upp flugeldum sem urðu til þess að börn vöknuðu, kettir hlupu heim til sín og einn bæjarbúi, að minnsta kosti, endaði í hlekkjum í BDSM herbergi heimilisins, eins og greint er frá í athugasemdum við færslu um flugeldaskothríðina í Vogum.
 
„Hver er að skjóta upp flugeldum? Er viðkomandi ekki til í að koma og svæfa dóttur mína?,“ skrifar málshefjandi á samfélagssíðu í Vogum á laugardagkskvöld rétt fyrir hálf ellefu. Fimm mínútum síðar skrifar annar: „Já og róa hundinn minn í leiðinni, ;) en kommon krakkar FÓTBOLTA LEIKUR!!“
 
Flugeldasýningin, sem stóð í 35 sekúndur samkvæmt opinberum skotmælum í Vogum, hafði afdrifaríkar afleiðingar fyrir einn bæjarbúa. 
 
„Ég var ný búinn að svæfa konuna og á leiðinni út á lífið. En hún vaknaði við þetta og reif mig inn, núna er ég hlekkjaður í BDSM herberginu og kvöldið ónýtt,“ segir hann og skreytir færslunar með grátandi merkjum. Hann segist í svari við eigin færslu rétt hafa náð að pikka á símann niðurnjörfaður á óskiljanlegan hátt.
 
Bæjarbúinn sem á þessari stundu var hlekkjaður í BDSM herberginu átti mikla samúð hjá öðrum bæjarbúum, fékk óteljandi læk og haha-karla. „Þær grípa hratt í ofbeldið þessar elskur! Gangi þér vel að losna úr prísundinni kappi!,“ var hvatning sem hann fékk seint á laugardagskvöldið.
 
Bæjarbúar tókust á um flugeldaskothríðina fram eftir nóttu, bentu á að leyfi þyrfti frá yfirvöldum og einn kallaði út Vælubílinn 113. 
 
„Úff, hvað allt var einfaldara fyrir Facebook. Þá blótaði maður í hljóði, eða í mesta lagi tuðaði yfir hlutunum við konuna og hélt svo bara áfram,“ sagði einn bæjarbúi sem var orðinn þreyttur á umræðunni. Annar bætti við: „Þetta var bara fínt, ég vaknaði í pottinum og get núna farið inn að sofa.....pant svona þjónustu öll kvöld“.
 
Á sunnudagsmorguninn voru svo birtar myndir af tveimur skottertum, Gunnlaugi ormstungu og Agli Skallagrímssyni, sem sönnunargögn í málinu. Þessar tertur verða örugglegar vinsælar um næstu áramót í Vogum, nema þær séu uppseldar.

 
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024