Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Frú Ragnheiður hefur störf á Suðurnesjum í janúar
Frú Ragnheiður á höfuðborgarsvæðinu er með þennan bíl til afnota.
Hilmar Bragi Bárðarson
Hilmar Bragi Bárðarson skrifar
þriðjudaginn 26. nóvember 2019 kl. 09:56

Frú Ragnheiður hefur störf á Suðurnesjum í janúar


Frú Ragnheiður, skaðaminnkun á Suðurnesjum, mun fara af stað í janúar 2020. Undirbúningur er í fullum gangi, en stefnt er að því að sama þjónusta verði í bíl Frú Ragnheiðar á Suðurnesjum eins og á höfuðborgar svæðinu.

„Við erum þakklát þeim stóra hóp sjálfboðaliða sem hafa gefið kost á sér í þetta verkefni. Okkur vantar nokkra hjúkrunarfræðinga sem vilja gefa kost á sér sem sjálfboðaliðar á bílinn svo við getum veitt heilbrigðisþjónustu,“ segir á Facebook-síðu verkefnisins.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Bíllinn mun fara um öll sveitarfélögin á Suðurnesjum og vera á ferðinni mánudaga og fimmtudaga frá kl. 18:30 til 21:00. Einstaklingar geta óskað eftir að fá að hitta bílinn á ákveðnum stöðum með því að senda inn einkaskilaboð eða hringja í GSM-númer sem verður tilkynnt fljótlega.

Hér er hægt er hægt að lesa sér til um verkefnið á höfuðborgarsvæðinu.