Fréttir

Frost
Það verður frost í dag. VF-mynd: elg
Miðvikudagur 28. janúar 2015 kl. 09:06

Frost

Fremur hæg breytileg átt og stöku él við Faxaflóa. Vaxandi norðaustan átt í nótt, 10-20 m/s seint í nótt og á morgun, hvassast á Snæfellsnesi. Frost 0 til 6 stig, en um frostmark á morgun.

Veðurhorfur á höfuðborgarsvæðinu

Breytileg átt 5-8 m/s og stöku él. Vaxandi norðaustanátt í kvöld, norðaustan 10-18 á morgun og þurrt að kalla. Hiti um og undir frostmarki.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á föstudag:
Norðanátt, víða 5-10 m/s, en 10-15 austast. Léttskýjað á S- og V-landi, annars dálítil él. Harðnandi frost.

Á laugardag:
Norðlæg eða breytileg átt 5-10 m/s. Skýjað og stöku él N-til, en bjartviðri syðra. Talsvert frost.

Á sunnudag:
Sunnan 5-10 með snjókomu V-lands en þurrt fyrir austan. Minnkandi frost.

Á mánudag:
Norðanátt með snjókomu eða éljum, en léttir til S- og V-lands. Áfram frost um allt landi.

Á þriðjudag:
Útlit fyrir suðaustanátt með snjókomu eða slyddu en þurru fyrir austan. Hiti kringum frostmark. Heldur hlýnandi.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024