Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Frost við suðurströndina á morgun
Laugardagur 4. mars 2006 kl. 10:41

Frost við suðurströndina á morgun

Í morgun var norðlæg átt, víða 3-8 m/s, en 8-13 við austurströndina. Dálítil él voru norðaustanlands, en annars nokkuð bjart veður. Mildast var við frostmark á Garðskagavita og á Ingólfshöfða en annars frost á bilinu 1 til 8 stig á láglendi.

Á Grænlandshafi er minnkandi 1020 mb hæð, en víðáttumikið lægðarsvæði yfir Skandinavíu.

Veðurhorfur til kl. 18 á morgun:
Norðlæg átt, 5-13 m/s austantil, en annars hægari. Dálítil él norðaustanlands en annars yfirleitt bjartviðri. Hæg breytileg átt norðanlands á morgun en suðaustan gola og dálítil snjókoma á suðausturlandi og þykknar upp vestanlands þegar líður á daginn. Frost á bilinu 0 til 8 stig en frostlaust sums staðar við suðurströndina, einkum á morgun.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024