Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Miðvikudagur 22. janúar 2003 kl. 08:41

Frost minnkar suðvestanlands

Samkvæmt veðurspá frá Veðurstofu Íslands er gert ráð fyrir að síðdegis í dag fari að draga úr frosti suðvestan til á landinu. Spáð er austan átt með 13-18 m/s og snjókomu sunnan- og suðvestanlands en éljum norðvestan til. Gert er ráð fyrir minnkandi norðanátt og éljum norðaustan- og austanlands og fremur hægum vindi og stöku éljum síðdegis. Spáð er vaxandi austanátt með snjókomu austanlands í kvöld. Frost ætti að verða 3 til 15 stig og kaldast í innsveitum norðaustan til en minnkandi frost suðvestan til síðdegis.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024