Frost, frost, frost og aftur frost
	Norðaustan 8-15 m/s við Faxaflóa og stöku él, en norðan 10-18 á morgun, hvassast nyrst. Frost 0 til 5 stig.
	
	Veðurhorfur á höfuðborgarsvæðinu
	
	Norðan og norðaustan 8-13 m/s og léttskýjað. Frost 0 til 5 stig.
	
	Veðurhorfur á landinu næstu daga
	
	Á föstudag:
	Norðaustan 10-18 m/s og snjókoma NV-til, en annars 5-10 og víða él. Yfirleitt bjartviðri fyrir sunnan. Frost yfirleitt 1 til 8 stig, kaldast inn til landsins.
	
	Á laugardag:
	Norðankaldi og él A-lands, en annars hægari norðlæg átt og léttskýjað. Heldur kólnandi.
	
	Á sunnudag:
	Hægviðri og víða léttskýjað og kalt í veðri, en vaxandi suðaustanátt og þykknar upp um kvöldið, fyrst SV-til.
	
	Á mánudag:
	Suðaustlæg átt með snjókomu eða éljum og áfram kalt veður, en dregur úr frosti S- og V-til.
	
	Á þriðjudag:
	Útlit fyrir suðvestanátt með éljum S- og V-til, en suðaustlægari og úrkomulítið NA-lands. Víða vægt frost.


 
	
				


 
						 
						 
						 
						 
						 
						

 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				 
				