Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Frönsku vængirnir með viðkomu í Keflavík
Mánudagur 24. ágúst 2009 kl. 15:44

Frönsku vængirnir með viðkomu í Keflavík

Það var tignarleg sjón að sjá listflugssveit franska flughersins, Frönsku vængina, taka á loft frá Keflavíkurflugvelli nú eftir hádegið. Tíu listflugsþotur ásamt birgða- og þjónustuflugvélum tóku á loft nær samtímis og tóku stefnuna vestur um haf.

Frönsku vængirnir eru á leiðinni til Brasilíu þar sem þeir taka þátt í mikilli flugsýningu en héðan var ferðinni heitið til Quebec í Kanada. Jafnan taka átta listflugsþotur þátt í hverri sýningu og því eru Frakkarnir með tvær vélar til vara, auk þjónustuliðs. Árlega ferðast flugsveitin víða um Evrópu til sýningahalds en einnig er haldið yfir Atlantsála eins og í dag.

Meðfylgjandi mynd var tekin þegar Frönsku vængirnir voru að undirbúa brottför frá Keflavíkurflugvelli nú áðan. Nánar síðar í dag, m.a. myndband sem tekið var við brottför vélanna.

Video frá brottför frönsku sveitarinnar er komið í Vefsjónvarp Víkurfrétta.

Víkurfréttamynd: Páll Ketilsson

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024