Fróðlegt málþing Framtíðarlands
Fróðlegt málþing var haldið í Reykjanesbæ á laugardag, en þetta var þriðja landshlutaþing Framtíðarlandsins, sem er félag áhugafólks um framtíð Íslands. Yfirskrift þingsins var Reykjanes: Suðupottur tækifæra, og vísar í þá miklu uppbyggingu sem orðið hefur á svæðinu undanfarin ár.
Á þinginu, sem fór fram á veitingastaðnum Ránni, stigu í pontu fjölmargir aðilar sem hafa látið til sín taka í menningu, atvinnulífi og nýsköpun á svæðinu.
Þar á meðal voru Hjálmar Árnason, forstöðumaður hjá Keili, Hallur Helgason, einn aðstandenda kvikmyndavers sem mun senn taka til starfa á Vallarheiði, og Ragnheiður Eiríksdóttir, tónlistarmaður og íbúi á Vallarheiði sem ræddi um menningu meðal íbúa á svæðinu. Kom fram í máli hennar að þó mikið hafi áunnist á skömmum tíma væri orðin þörf fyrir frekari þjónustu, sérstaklega þar sem fólk gæti komið saman og bundist frekari böndum.
Að framsögum loknum voru pallborðsumræður þar sem valinkunnir aðilar sátu við háborð og ræddu framtíðarhorfur svæðisins og stefnumörkun þar um.
Rauði þráðurinn á þinginu var spurningin um stóriðju á Suðurnesjum og voru þar talsmenn beggja sjónarmiða, en m.a. var rætt um það hvort væntanlegt álver
Í Vefsjónvarpi VF má nú sjá umfjöllun um þingið og viðtöl við Reyni Ingibjartsson, stjórnarmann í Reykjanesfólkvangi, Kjartan Þór Eiríksson, framkvæmdastjóra Kadeco og Irmu Erlingsdóttur, formann Framtíðarlandsins.
VF-myndir/Þorgils