Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Frjósa fastar við ísinn á Fitjum
Miðvikudagur 18. janúar 2023 kl. 17:04

Frjósa fastar við ísinn á Fitjum

Dýravinir hafa verið að koma álftum til bjargar sem frosið hafa fastar á tjörninni á Fitjum. Álftirnar átta sig ekki á aðstæðum og þegar þær koma blautar upp út tjörninni og setjast á ísinn þá eru þær fljótar að frjósa fastar. Sömu aðstæður hafa verið að koma upp hjá álftum í Hafnarfirði. Þar hefur verið brugðið á það ráð að setja hey á ísinn. Þangað sækja álftirnar og gæsirnar, bæði til að leggjast og einnig éta þær heyið. Nú er spurning hvort hestamenn geti séð af eins og einni rúllu fyrir fuglana á Fitjum.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024