Frjálst litaval í Sandgerði
„Í ljósi þess skamma tíma sem er fram að Sandgerðisdögum telur bæjarráð rétt að litaval á hátíðinni verði gefið frjálst í samræmi við upphaflega tillögu Atvinnu-, ferða og menningarráðs Sandgerðibæjar,“ segir í afgreiðslu bæjarráðs Sameinaðs sveitarfélags Garðs og Sandgerðis.
Atvinnu- ferða- og menningarráð Sandgerðisbæjar lagði til við bæjarstjórn í apríl sl. að litaskiptingu bæjarins verði hætt, en fólk hvatt til að skreyta hjá sér í öllum regnbogans litum. Lita- og ljósagleði verði einkennisorð Sandgerðisdaga 2018.
Sandgerðisdagar verða haldnir undir lok ágúst en þeir eru ávallt viku á undan Ljósanótt í Reykjanesbæ.