Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Mánudagur 31. mars 2003 kl. 14:46

„Frítt í strætó – umtalsverð fjölgun“

Umtalsverð fjölgun hefur orðið á nýtingu strætisvagna í Reykjanesbæ eftir að bæjarstjórn ákvað að veita þjónustuna gjaldfrjálst til barna og unglinga 18 ára og yngri, auk aldraðra og öryrkja. Að sögn Einars Steinþórssonar framkvæmdastjóra SBK er notkun strætisvagna í skóla á morgnana, aðallega í Keflavíkurhringnum, mun algengari en áður hjá skólafólki.„Áður notuðum við 20 manna bíl í ferðina 7:43 en nú verðum við að nota stærri bíl, þar sem farþegarnir í þeirri ferð eru orðnir ca. 35-45“ sagði Einar. Lægð er í notkun á meðan skólar eru í fullu starfi frá rúmlega átta og fram að hádegi, en að sögn Einars er töluverð fjölgun á notkun vagnanna á öllum öðrum tímum.

„Þetta er afar ánægjulegt og sýnir að þótt gjaldið hafi verið lítið skiptir máli að heimilin njóta þessarar þjónustu ókeypis. Þetta getur einnig haft aðrar góðar afleiðingar, börnin eru ekki á hlaupum yfir umferðargötur og færri bílar eru á þeysingi í umhverfi skóla“, sagði Árni Sigfússon bæjarstjóri.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024