Frítt fyrir íbúa í báðar sundlaugar
Íbúar í Sandgerði annars vegar og Garði hins vegar hafa haft aðgang að sundlaug viðkomandi bæjar gegn framvísun íbúakorts. Frá og með 1. ágúst gilda kortin í báðum sundlaugum og eru íbúar hvattir til að kynna sér frábærar sundlaugar hins sameinaða sveitarfélags.
Þeir íbúar sem ekki eiga kort, geta nálgast þau í íþróttamiðstöðvunum.
Greint er frá þessu á heimasíðu sameinaðs sveitarfélags Garðs og Sandgerðis.