Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Frítt fyrir alla bæjarbúa í sund í Sandgerði
Fimmtudagur 9. febrúar 2006 kl. 14:29

Frítt fyrir alla bæjarbúa í sund í Sandgerði

Bæjarstjórn Sandgerðisbæjar samþykkti í gær samhljóða að allir íbúar Sandgerðisbæjar fái frían aðgang að sundlaug Íþróttamiðstöðvarinnar í Sandgerði frá 15. febrúar, um óákveðinn tíma, eða þar til henni verður lokað vegna byggingarframkvæmda og stækkunar á íþróttamiðstöð og sundlaug sem nú stendur fyrir dyrum.

Greinargerð:

Bæjarstjórn hefur nú þegar hafið heilsuátak á meðal starfsmanna bæjarfélagsins.
Með ofanritaðri ákvörðun bæjarstjórnar er verið að leggja frekari grunn að heilsuátaki bæjarbúa óháð aldri.

Auk þess er bæjarstjórn að leggja áherslu á þá ákvörðun að tímabært er að hefja uppbyggingu á nýrri sundlaug fyrir bæjarbúa.

Með því að fella niður aðgangseyrir að sundlaug bæjarfélagsins leggur Sandgerðisbær sitt af mörkum til að hvetja bæjarbúa til að stunda holla hreyfingu.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024