Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Frístundastyrkur Voga nú 25 þúsund krónur
Frístundastyrkinn geta fjölskyldur notað upp í greiðslur fyrir íþrótta-og æskulýðsstörf.
Miðvikudagur 6. desember 2017 kl. 05:00

Frístundastyrkur Voga nú 25 þúsund krónur

Frístundastyrkur Sveitarfélagsins Voga verður nú hækkaður úr 15 þúsund krónum í 25 þúsund krónur á hvert barn, en það kemur fram í fjárhagsáætlun sveitarfélagsins fyrir árið 2018.

Fyrir árið 2017 var styrkurinn hækkaður úr 10 þúsund krónum í 15 þúsund krónur á hvert barn, en þá hafði styrkurinn haldist óbreyttur í sex ár.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Frístundastyrkinn geta fjölskyldur notað upp í greiðslur fyrir skipulagt starf sem stundað er undir leiðsögn viðurkenndra þjálfara eða leiðbeinanda, eins og íþróttir og æskulýðsstörf.