Frístundastyrkur hækkar í Vogum
Á dögunum hækkaði Sveitarfélagið Vogar frístundastyrk úr 10.000 kr. í 15.000. kr. á hvert barn. Styrkurinn hafði haldist óbreyttur í sex ár. Þetta kemur fram í greinargerð bæjarstjóra um fjárhagsáætlun Sveitafélagsins Voga. Frístundastyrkinn geta fjölskyldur notað upp í greiðslur fyrir skipulagt starf sem stundað er undir leiðsögn viðurkenndra þjálfara eða leiðbeinanda, eins og íþróttir og æskulýðsstörf.