Frístundaskólinn verður hluti af grunnskólastarfinu
Umræður um málefni Frístundaskóla og endurskoðun starfslýsinga starfsfólks grunnskóla voru meðal efnis á síðasta fundi fræðsluráðs Reykjanesbæjar. Ragnheiður Ásta Magnúsdóttir mætti á fund ráðsins og sagði frá starfi Frístundaskóla fram að þessu. Rætt var um undirbúning þess að Frístundaskóli verði færður frá menningar,- íþrótta- og tómstundasviði yfir á fræðslusvið frá og með næsta skólaári og verði hluti af grunnskólastarfinu. Verkefnisstjóri kemur til með að skipuleggja og halda utan um starfið í samvinnu við skólastjóra, segir í fundargerð ráðsins.