Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Frístundaskóli fyrir 1-4. bekk
Þriðjudagur 10. ágúst 2004 kl. 10:18

Frístundaskóli fyrir 1-4. bekk

Skráning er hafin í Frístundaskóla Reykjanesbæjar fyrir nemendur í 1. - 4. bekk.
Frístundaskólinn starfar í öllum grunnskólum Reykjanesbæjar en þar gefst nemendum kostur á að taka þátt í fjölbreyttu og þroskandi starfi og leik.

Í Frístundaskólanum gefst nemendum kostur á að stunda íþróttir og annað klúbbastarf en í vetur mun skátafélagið Heiðabúar bætast í hópinn. Æfingagjöld og gjald fyrir skátastarf verður innifalið í gjaldi Frístundaskólans.

Frístundaskólinn hefst að loknum skóladegi og stendur til kl. 17:00 alla daga.
Gjald er kr. 7.700 á mánuði en innifalið er síðdegishressing, æfingagjöld íþróttafélaga sem og gjald fyrir skátastarf.

Nemendur í 1. bekk hafa fengið sent heim umsóknareyðublað en umsóknarfrestur er til 13. ágúst n.k. og skal skila umsóknum á Tjarnargötu 12, 230 Reykjanesbæ.

Nýr vefur Frístundaskólans hefur verið tekinn í notkun og þar er hægt að nálgast allar upplýsingar um starf skólans sem og umsóknareyðublöð á slóðinni: reykjanesbaer.is/fristundaskoli
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024