Frístundahelgi í annað sinn í maí
Undirbúningur fyrir Frístundahelgi í Reykjanesbæ sem haldin verður dagana 14. til 16. maí stendur yfir af fullum krafti. Verkefnisstjóri Frístundahelgarinnar er Gísli H. Jóhannsson og segir hann að allir aðilar séu mjög jákvæðir varðandi þátttöku. Í fyrra var þátttaka félaga, klúbba og fyrirtækja mjög góð og kynntu fjölmargir aðilar starfsemi sína. Samhliða Frístundahelginni verður haldin handverkssýning í íþróttahúsinu við Sunnubraut og handverkssýning eldri borgara í Selinu við Vallarbraut.
Þeim sem vilja taka þátt í Frístundahelginni er bent á að hafa samband í síma 894-2281 eða senda póst á netfangið [email protected] fyrir 4. maí 2004.
Þeim sem vilja taka þátt í Frístundahelginni er bent á að hafa samband í síma 894-2281 eða senda póst á netfangið [email protected] fyrir 4. maí 2004.