Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Frímúrarar fá hektara í Njarðvíkurskógum
Séð yfir Njarðvíkurskóga þar sem Frímúrarar ætla að ráðast í gróðursetningu. VF/Hilmar Bragi
Föstudagur 29. september 2023 kl. 06:35

Frímúrarar fá hektara í Njarðvíkurskógum

St. Jóhannesarstúkan Sindri, sem starfar innan Frímúrarareglunnar á Íslandi, lagði nýverið fram beiðni um að fá einum hektara lands úthlutað í Njarðvíkurskógum fyrir uppbyggingu skóglendis og græns svæðis.

Umhverfis- og skipulagsráð Reykjanesbæjar tók vel í erindið og samþykkti að stúkan fengi svæði til umráða. Síðan þá hafa farið fram fundir með embættismönnum bæjarins og svæðið skoðað til að finna hentuga staðsetningu, segir í bréfi sem Þorvarður Guðmundsson, stórmeistari Sindra, ritaði til ráðsins. Hefur Þorvarður því fyrir hönd stúkunnar sótt um skilgreint svæði með formlegu erindi dagsettu þann 1. september síðastliðinn.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Umhverfis- og skipulagsráð samþykkir að St. Jóhannesarstúkan Sindri fái einn afmarkaðan hektara úthlutað í Njarðvíkur-skógum til umráða með fyrirvara um samþykki landeiganda.