Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Fríhöfnin gerir kjarasamning
Þriðjudagur 28. júní 2011 kl. 16:36

Fríhöfnin gerir kjarasamning

Samninganefndir SFR – stéttarfélags í almannaþjónustu og Fríhafnarinnar skrifuðu undir kjarasamning kl. 13:30 í dag. Samningurinn er á svipuðum nótum varðandi innihald og áherslur og þeir samningar sem SFR hefur verið að gera undanfarið, að því er segir í tilkynningu frá SFR.


Kjarasamningur SFR við Fríhöfnina framlengist til 31. janúar 2014.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024


Verða launahækkanir krónutöluhækkun eða prósentuhækkun eftir því hvor leiðin skilar félagsmönnum hagstæðari niðurstöðu. Þannig er félagsmönnum tryggðar 12.000 kr. eða að lágmarki 4,25% hækkun þann 1. júní 2011, 11.000 kr. eða að lágmarki 3,50% hækkun þann 1. febrúar 2012 og 11.000 kr. eða að lágmarki 3,25% þann 1. febrúar 2013.


Samningurinn gerir einnig ráð fyrir 50.000 kr. eingreiðslu ef hann verður samþykktur, sem og sérstakum álagsgreiðslum á árinu. Einnig er gert ráð fyrir hækkunum á orlofs- og desemberuppbót.


Samningurinn verður kynntur fyrir félagsmönnum á næstunni og atkvæðagreiðslu um hann verður að vera lokið fyrir kl. 11 þann 5. júlí næstkomandi. Frá þessu er greint á mbl.is