Fríhafnarfé í Velferðarsjóð Suðurnesja
Starfsmenn Fríhafnarinnar studdu rausnarlega við Velferðarsjóð Suðurnesja fyrir jólin. Fyrsta framlagið var upp á 350 þúsund krónur og var afhent í tilefni af heilsuátaki Fríhafnarinnar. Hálfum mánuði síðar mættu starfsmenn Fríhafnarinnar með 330 þúsund krónur sem var afrakstur samskota og svo "korter fyrir jól" bættust 30 þúsund krónur í sjóðinn frá starfsmönnum A-vaktar Fríhafnarinnar.
Þetta ætti að vera öðrum starfsmannahópum hvatning til dáða í þessu mikilævæga efni, því þó svo nýtt ár sé gengið í garð, þá er enn mikil þörf fyrir Velferðarsjóð Suðurnesja. Á myndinni tekur Hjördís Kristinsdóttir umsjónarmaður í Keflavíkurkirkju við framlagi A-vaktarinnar.