Bilakjarninn
Bilakjarninn

Fréttir

Mánudagur 19. nóvember 2001 kl. 10:40

Friðsamleg mótmæli í Njarðvíkurhöfn

Hópur sjómanna, merktir alþjóðaflutningaverkamannasambandinu voru á hafnarbakkanum í Njarðvík í morgun til að mótmæla starfsháttum Atlantsskipa varðandi hollenska skipið Radeplein. Hópurinn hindraði löndun úr hollenska skipinu, sem er gámaskip. Mótmælin áttu að standa í tvo tíma en mótmælin hófust kl. átta í morgun. Hollenska skipið kom til hafnar um fimmleytið í morgun og var löndun að hefjast þegar sjómennirnir mætti í mótmælin.
Lögreglan í Keflavík mætti einnig á svæðið en aðhafðist ekkert enda fóru mótmælin friðsamlega fram.
Radeplein er hér á vegum Atlantsskipa og segja sjómenn að hásetar um borð hafi rúma fjögur hundruð Bandaríkjadali í laun á mánuði, auk þess sem Atlantsskip brjóti samninga um flutninga fyrir Varnarliðið á Keflavíkurflugvelli.
Jón Norðfjörð hjá Skipaafgreiðslu Suðurnesja, sem annast losun og lestun í Njarðvík sagðist bíða fram undir hádegi með að afgreiða skipið.
Bílakjarninn
Bílakjarninn