Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Friðjón Einarsson öruggur sigurvegari Samfylkingar
Laugardagur 27. febrúar 2010 kl. 23:52

Friðjón Einarsson öruggur sigurvegari Samfylkingar

Friðjón Einarsson hlaut örugga kosningu í 1. sætið í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ sem fram fór í dag en lokatölur voru kynntar rétt í þessu. Hann vann baráttuna um toppsætið og velti oddvita minnihlutans, Guðbrandi Einarssyni, úr sessi.


Guðbrandur hafnaði í 2. sæti en hann og Friðjón sóttust báðir eftir 1. sæti listans. Guðný Kristjánsdóttir hafnaði í þriðja sæti og Eysteinn Eyjólfsson var fjórði. Þá hlaut Jenný Magnúsdóttir 5. sætir þegar öll atkvæði höfðu verið talin.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024


Ekki reynir á kynjareglur Samfylkingarinnar sem gerðu ráð fyrir því að annað ekki mættu vera fleiri en þrír af sama kyni í efstu fimm sætunum og ekki máttu raðast þrír af sama kyni í röð á listanum.


Samtals greiddu 1302 atkvæði í prófkjörinu en athygli vekur að 8,6% greiddra atkvæða voru ógild eða 112 atkvæði.