Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Friðjón efstur - Guðbrandur þarf 18 atkvæði til að ná 1. sætinu
Laugardagur 27. febrúar 2010 kl. 21:35

Friðjón efstur - Guðbrandur þarf 18 atkvæði til að ná 1. sætinu

Friðjón Einarsson er í 1. sæti hjá Samfylkingu þegar 50% atkvæða hafa verið talin í prófkjöri flokksins í Reykjanesbæ.


Guðbrandur Einarsson er í 2. sæti en vantar aðeins 18 atkvæði til að ná 1. sætinu af Friðjóni.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024


Guðný Kristjánsdóttir er í þriðja sæti og Eysteinn Eyjólfsson í því fjórða.


Þegar 50% atkvæða hafa verið talin er Hjörtur M. Guðbjartsson í fimmta sæti en Jenný Magnúsdóttir þarf aðeins 4 atkvæði til að hafa af honum fimmta sætið.


Jóhann Geirdal hjá kjörstjórn Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ segir mikinn spenning á meðal frambjóðenda, enda á eftir að telja um 600 atkvæði og ljóst að allt getur gerst ennþá.