Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Friðarganga í Grindavík í fyrramálið
Mynd úr safni frá Friðargöngu.
Miðvikudagur 9. desember 2015 kl. 19:53

Friðarganga í Grindavík í fyrramálið

Í fyrramálið, fimmtudaginn 9. desember, verður hin árlega Friðarganga í Grindavík. Þar sem mörg hundruð leikskóla- og grunnskólanemendur verða á ferð í fyrramálið, frá kl. 8:30-10:00 um nokkrar götur bæjarins sem verða jafnframt myrkvaðar, er það ósk bæjaryfirvalda að vegfarendur fari MJÖG VARLEGA í umferðinni í fyrramálið og sýni fyllstu tillitsemi.

Lögreglan, Björgunarsveitin Þorbjörn og starfsmenn Grindavíkurbæjar verða með öryggisgæslu við helstu gatnamót.

Allir Grindvíkingar eru velkomnir að taka þátt í Friðargöngunni, segir í frétt á vef Grindavíkurbæjar. Þar er einnig að finna kort sem sýnir hvar gangan fer um bæinn.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024