Fríar blóðsykursmælingar Lions næstu helgi
– í Nettó Krossmóa og Nettó Grindavík
Laugardaginn 14. nóvember frá kl.12:00-16:00 munu Lionsklúbbur Keflavíkur, Lionsklúbbur Njarðvíkur Lionsklúbburinn Æsa Njarðvík, Lionsklúbburinn Garður, Lionsklúbbur Sandgerðis og Lionessuklúbbur Keflavíkur í samstarfi við Lyfju í Nettó, vera í Nettó Krossmóa að bjóða fólki upp á fría blóðsykursmælingu.
Þetta er gert í tilefni af Alþjóðaþjóðadegi sykursjúkra en nóvember er mánuður sykurssýkisvarna hjá Lions. Lionsklúbbur Grindavíkur verður með fría blóðsykursmælingu í Nettó í Grindavík föstudaginn 13. nóvember kl. 13-16.
Markmiðið með átakinu er að vekja almenning til umhugsunar um hættuna sem getur stafað af því að ganga með dulda sykursýki.