Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Mánudagur 1. apríl 2002 kl. 21:36

Freyja varði Íslandstitilinn í fitness

Sandgerðisdaman Freyja Sigurðardóttir varði Íslandsmeistaratitil sinn í fitness á Akureyri um páskahelgina. Þrír keppendur í karlaflokki frá Suðurnesjum stóðu sig einnig vel þó þeir hafi ekki náð að vera í verðlaunasætum.Freyja fékk harða keppni frá Önnu Maríu Sigurðardóttur sem vann hana í einni greininni. Freyja hafði hins vegar yfirburði í samanburðinum og tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn örugglega. Freyja hefur verið ósigrandi í öllum alvöru keppnum sem hún hefur tekið þátt í hér á landi undanfarin þrjú ár.
Freyja var sem kunnugt er verðlaunuð af Víkurfréttum fyrir besta framlag í íþróttum á Suðurnesjum á síðasta ári.
Þrír keppendur í karlaflokki af Suðurnesjum stóðu sig vel. Daníel Þórðarson varð í 7. sæti, Gunnar Benediktsson varð tíundi og Davíð Kristinsson varð þrettándi.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024