Fréttastofa Al Jazeera sótti Suðurnesin heim
Fræddust um sjávarútveginn
Fréttateymi frá hinni virtu fréttastofu Al Jazeera English var statt hér á Suðurnesjum í gær. Tilgangur heimsóknarinnar var að ræða við aðila tengda sjávarútvegi á Íslandi vegna banns Rússa á innflutning á matvælum frá Evrópusambandinu, Bandaríkjunum og öðrum vestrænum ríkjum. Fréttateymi stöðvarinnar sem er ein sú stærsta og virtasta í heiminum fór m.a. og heimsótti vinnslu Saltvers í Njarðvík, eins sem þau tóku tali sjómenn í Sandgerði.
Fréttamaður var óhræddur við það að skella sér í slorið.
VF/myndir Eyþór Sæm.