Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Frétta af Stálpípuverksmiðju að vænta á morgun
Þriðjudagur 22. júní 2004 kl. 19:49

Frétta af Stálpípuverksmiðju að vænta á morgun

Á morgun verður að öllum líkindum tilkynnt hvort Stálpípuverksmiðja í Helguvík verði að veruleika. Árni Sigfússon bæjarstjóri sagði í dag að tíðinda væri hugsanlega að vænta á morgun um hvort fjármögnun verksmiðjunnar væri í höfn. David Snyder framkvæmdastjóri International Pipe and Tube er staddur hér á landi þar sem hann á í viðræðum við íslenskar bankastofnanir.
Fjármögnun verksmiðjunnar í Helguvík hefur tekið mun lengri tíma en upphaflega var gert ráð fyrir, en lóð fyrirtækisins í Helguvík er tilbúin. Áætlað er að um 200 manns muni starfa við verksmiðjuna.

Myndin: Fyrirhuguð lóð Stálpípuverksmiðjunnar í Helguvík er nánast tilbúin, en myndin er tekin í dag. VF-ljósmynd/Jóhannes Kr. Kristjánsson.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024