Frétt ársins: Tóku gúmmíbát ófrjálsri hendi og höfnuðu í sjónum
Tvær unglingsstúlkur tóku gúmmíbát ófrjálsri hendi í fjörunni á Garðskaga á síðustu Sólseturshátíð í Garðinum og héldu í sjóferð sem endaði með ósköpum. Þessi frétt vakti gríðarlega mikla athygli og allir helstu fréttavefmiðlar landsins deildu fréttinni sem var sú langvinsælasta á vef Víkurfrétta árið 2011. Einnig var mikið fjallað um atvikið á samskiptavefnum Facebook þar sem fréttin fór eins og eldur í sinu.
Það verður seint sagt að stúlkurnar hafi kunnað handtökin við árarnar og geta þakkað fyrir að hafa komist að landi aftur.
Eigandi gúmmíbátsins var að vísu ekki par ánægður með að stúlkurnar hefðu tekið bátinn. Gúmmíbátinn notaði eigandinn til að komast frá skútu sem liggur á víkinni í land til að fylgjast með dagskrá sólseturshátíðarinnar. Hefði hann tapað gúmmíbátnum hefði orðið erfitt að komast aftur í skútuna.
Þegar eigandinn varð þess var að stúlkurnar væru í bátnum hans arkaði hann niður fjöruna á miklum hraða og óð út í sjóinn á móti gúmmíbátnum. Var ljóst að maðurinn var ósáttur og lyfti hann bátnum og gerði sig líklegan til að hvolfa stúlkunum í sjóinn.
Nánar um málið hér