Bragi Guðmundsson - Báruklöpp
Bragi Guðmundsson - Báruklöpp

Fréttir

Fimmtudagur 15. júní 2000 kl. 14:43

Frestun á framkvæmdum við Go-kart brautir

Bæjarráð Reykjanesbæjar frestaði á fundi sínum í morgun, að taka afstöðu til lagningar Go-kart brauta í Innri-Njarðvík. Búið var að veita framkvæmdaaðilum óformlegt leyfi fyrir byggingu akbrautanna, sem eiga að vera við brennusvæðið á mótum Njarðvíkurvegar og Reykjanesbrautar. Leyfið var á sínum tíma veitt með fyrirvara um endanlegt samþykki bæjaryfirvalda og því hófu menn byggingu brautanna á eigin ábyrgð. Bæjarráð er nú með málið til frekari skoðunar. Gerðar voru mengunarmælingar á svæðinu, þ.e. á hljóð- og loftmengun. Niðurstöður mælinganna sýndu að ekkert ætti að vera því til fyrirstöðu að Go-kart brautirnar verði á umræddum stað. Einnig liggur fyrir beiðni um byggingu þjónustuhúss við brautirnar. Niðurstaða mun þó ekki fást fyrr en deiluskipulag af svæðinu er tilbúið, en það er nú í lögformlegri kynningu. Kjartan Már Kjartansson (B), varaformaður bæjarráðs, sagði að niðurstaða í málinu fengist sennilega innan fárra vikna. „Kerfið hefur sinn tíma og menn verða að virða þann tíma og sýna þolinmæði“, sagði Kjartan Már.
Bílakjarninn
Bílakjarninn
Reykjanes Optikk ljósan25
Reykjanes Optikk ljósan25