Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Fresta varnargarðavinnu fram yfir áramót
Miðvikudagur 20. desember 2023 kl. 16:29

Fresta varnargarðavinnu fram yfir áramót

Í ljósi þess að virkni eldgossins hefur minnkað hefur Landnet ákveðið að fresta varnargarðavinnunni við möstur Svartsengislínu fram yfir áramót. Línan liggur frá Svartsengi að Rauðamel.

„Við munum að sjálfsögðu bregðast hratt við ef virknin fer af stað aftur. Í dag verðum við á slóðum Svartsengislínu með Verkís Verkfræðistofa að skoða aðstæður og undirbúa varnir á þremur möstrum sem standa næst varnargarðinum við Svartsengi,“ segir Steinunn Þorsteinsdóttir, upplýsingafulltrúi Landsnets.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Hugmyndin er að verja möstrin með leiðigörðum, sem er ætlað að beina hraunstraumi frá þeim. Efnið í garðana er tiltækt á staðnum.

Á sama tíma erum við að skoða leiðir til að færa hluta Svartengislínunnar á svæði sem er öruggara gagnvart hraunflæðinu.