Fresta lokun síðdegisvaktar
Í fréttatilkynningu frá Heilbrigðisstofnun Suðurnesja segir að stjórnendur stofnunarinnar hafa ákveðið að fresta lokun síðdegisvaktar heilsugæslunnar eins og til stóð að loka. Þeir vilja þar með tryggja íbúum svæðisins þá grunnþjónustu sem þeir eiga rétt á.
Heilbrigðisstofnunin ætlaði að fara út í sparnarðaraðgerðir vegna fjárskorts. Á næstu tveimur mánuðum verður haldið áfram að leita leiða til að ná endum saman.
Heilbrigðisstofnunin ætlaði að fara út í sparnarðaraðgerðir vegna fjárskorts. Á næstu tveimur mánuðum verður haldið áfram að leita leiða til að ná endum saman.
Forstjóri HSS og fulltrúi heilbrigðisráðuneytisins hafa undanfarið átt í viðræðum og farið yfir heildarfjárveitingar stofnunarinnar og horft til framtíðar. Fjárveitingarnar eru nú skoðaðar í ljósi mannfjöldaaukningar og annarra áhrifaþátta á eftirspurn eftir þjónustu stofnunarinnar.