Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Föstudagur 20. apríl 2001 kl. 14:17

Freon-leki í flugeldhúsi Flugleiða

Slökkviliðið á Keflavíkurflugvelli var kallað út um klukkan hálf ellefu í fyrrakvöld að flugeldhúsi Flugleiða en þar hafði milliloft í kæligeymslu hrunið niður. Við það rofnuðu kælivökvaleiðslur og lak freon-kælivökvi út, að sögn lögreglunnar á Keflavíkurflugelli. Slökkviliði tókst að stöðva lekann. Engin slys urðu á fólki en enginn var í kæligeymslunni þegar atvikið átti sér stað.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024