Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Fremur róleg helgi hjá lögreglunni
Mánudagur 30. júlí 2012 kl. 09:07

Fremur róleg helgi hjá lögreglunni

Helgin var fremur róleg hjá lögreglunni á Suðurnesjum og lítið um meiriháttar atvik meðal íbúa svæðisins. Hins vegar voru dýrin fyrirferðamikil þessa helgina. Nokkur erill var vegna Grindhvala sem söfnuðust undir Stapann í Innri-Njarðvík en nokkuð var um það að fólk hafi viljað skoða hvalina í návígi á bátum. Hafi nokkrir hvalirnir brugðist við því með því að stefna að landi. Þó tókst að koma í veg fyrir að hvalina dagaði uppi á fjörunni.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024