Fimmtudagur 11. ágúst 2011 kl. 09:36
Fráveituframkvæmdir á lokasprettinum
Framkvæmdir við fráveitu í Mánaborgarhverfi í Grindavík eru nú á lokasprettinum. Þær hafa gengið vel með tilheyrandi jarðraski og umferðartruflunum í ,,gamla bænum". Á næstu dögunum verður svo ráðist í að malbika og gera við skemmdir í götum. Verktaki við framkvæmdirnar er Litlafell ehf.