Franskir sluppu með skrekkinn
Tveir franskir ferðamenn sluppu með skrekkinn í gærkvöldi þegar vörubíll með tengivagn valt á veginum við Seltjörn. Tengivagninn hafnaði bíl bíl ferðamannanna og varð talsvert tjón af. Þeir voru fluttir með minniháttar áverka á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Veginum var lokað um stund meðan unnið var að því að fjarlægja bílinn og tengivagninn en aðstæður voru all erfiðar vegna veðurofsans. Það er því ekki ofsögum sagt að ferðamennirnar hafi frá nógu að segja þegar þeir koma heim úr þessari svaðilför til Íslands.
VFmyndir/Hilmar Bragi.