Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Franskir dagar í Keflavík
Sunnudagur 4. maí 2008 kl. 14:42

Franskir dagar í Keflavík

Það eru franskir dagar framundan í Keflavík. Nú þegar eru 60 franskir flugliðar komnir til bæjarins og á morgun, mánudag, koma 60 til viðbótar ásamt fjórum frönskum Mirage orrustuþotum sem verða notaðar við loftvarnir Íslands næstu vikurnar. Vélarnar koma á grundvelli ákvörðunar íslenskra stjórnvalda og Atlantshafsbandalagsins.

Frönsku flugliðarnir munu búa á Keflavíkurflugvelli en eftir að Varnarliðið fór var hluti af íbúðarhúsnæði gömlu herstöðvarinnar girt af innan sérstaks öryggissvæðis en innan þess svæðis eru einnig fyrrum höfuðstöðvar Varnarliðsins og stjórnstöð ratsjáreftirlitskerfis NATO.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Talið er líklegt að frönsku flugliðarnir eigi eftir að auðga mannlífið á Suðurnesjum og veitingamenn örugglega á meðal þeirra sem fagna örugglega komu flugliðanna.

Þegar Frakkarnir yfirgefa Keflavíkurflugvöll er von á bandarískri flugsveit og síðan munu aðrar þjóðir NATO koma og taka þátt í verkefninu um loftvarnir Íslands. Það er því nokkuð ljóst að rússneskir birnir, sem verið hafa á sveimi við landið verða ekki látnir óáreittir.



Mynd: Franskar Mirage-þotur.