Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Framvísaði fölsuðu ökuskírteini
Þriðjudagur 26. júní 2018 kl. 11:54

Framvísaði fölsuðu ökuskírteini

Ökumaður sem lögreglan á Suðurnesjum hafði afskipti af á Þjóðbraut um helgina framvísaði erlendu ökuskírteini sem reyndist vera falsað. Þá kom í ljós að hann hafði verið sviptur ökuréttindum. Sýnatökur á lögreglustöð veittu svo jákvæða svörun á neyslu fíkniefna.
 
Annar ökumaður, sem einnig ók sviptur ökuréttindum, var jafnframt grunaður um fíkniefnaakstur. Sama máli gegndi um tvo ökumenn til viðbótar.
 
Þá hafa á annan tug ökumanna verið kærðir fyrir of hraðan akstur á undanförnum dögum. Skráningarnúmer hafa verið fjarlægð af tíu bifreiðum sem ýmist voru óskoðaðar eða ótryggðar.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024