Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Framtíðaruppbygging Gerðaskóla sett í nefnd
Föstudagur 9. september 2005 kl. 16:38

Framtíðaruppbygging Gerðaskóla sett í nefnd

Bæjarstjórn Garðs samþykkti á fundi sínum í vikunni að skipuð verði nefnd til að marka stefnu um framtíðaruppbyggingu húsnæðis Gerðaskóla. Nefndin verði 3ja manna og að auki verði nefndinni til ráðgjafar byggingafulltrúi og stjórnendur Gerðaskóla.Tillagan var samþykkt samhljóða í bæjarstjórn.Tilnefning í nefndina fer fram á næsta fundi bæjarráðs.
Á fundinum var einnig samþykkt að skipuð verði sérstök 3ja manna byggingastjórn vegna stækkunar leikskólans Gefnaborgar.Framkvæmdir við stækkun leikskólans hefjast nú í haust og verður nýbyggingin afhent til notkunar 15.maí n.k.Tilnefning fer fram á næsta fundi bæjarráðs.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024