Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Framtíðarsýn samræmist sýn heimamanna
Föstudagur 29. september 2006 kl. 19:16

Framtíðarsýn samræmist sýn heimamanna

Atvinnuþróunarráð Sambands sveitarfélaganna á Suðurnesjum ályktaði í dag um Keflavíkurflugvöll.

„Atvinnuþróunarráð Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum hvetur til þess að stofnun félags um stjórnun verkefna á fyrrum varnarsvæði verði hraðað, eins og ítrekað er í ályktun stjórnar Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum.  Jafnframt er nauðsynlegt að sveitarfélögin á Suðurnesjum eigi sína fulltrúa í stjórn félagsins.

Umrætt félag mun hafa umsjón með eignum og búnaði sem ekki verður úthlutað til Flugmálastjórnar, Sýslumannsins á Keflavíkurflugvelli og Landhelgisgæslunnar.

Atvinnuráð hvetur til þess að umrætt félag geri samninga við fyrirtæki á Suðurnesjum sem sjái um að ganga frá lausum endum, t.d. varðandi umhverfismál, viðhald og niðurrif.  Ennfremur á slíkt félag að sjá um stefnumótun til framtíðar í samstafi við sveitarfélögin á svæðinu, kynna svæðið fyrir fjárfestum og koma því til skynsamlegustu og arðbærustu nota.

Mikilvægt er að koma í veg fyrir að opinberir- eða einkaaðilar fái úthlutað byggingum til nota sem ekki samræmist atvinnustefnu og framtíðarsýn sveitarfélaganna á Suðurnesjum. Skipulag og uppbygging á flugvallarsvæðinu verður að vera í samræmi við stefnumótun á stærra svæði.“

Í atvinnuþróunarráði SSS sitja allir bæjarstjórar á Suðurnesjum.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024