Framtíðarsýn leikskóla í Sandgerði
Skýrsla vinnuhóps um framtíðarsýn í leikskólamálum var lögð fyrir bæjarráð Sandgerðisbæjar þann 14. júlí sl. en skipan vinnuhópsins var samþykkt í ágúst 2014 að tillögu B-lista og er hún jafnframt í samræmi við samning um meirihlutasamstarf S- og D - lista þar sem m.a. kom fram að unnin verði framtíðarstefna varðandi uppbyggingu leikskólaþjónustu í samvinnu bæjarfélags, foreldra og fagfólks.
Vinnuhópinn skipuðu bæjarstjóri fulltrúi foreldrafélags leikskólans, formaður fræðsluráðs og tveir kjörnir fulltrúar úr bæjarstjórn
Vinnuhópinn skipuðu bæjarstjóri fulltrúi foreldrafélags leikskólans, formaður fræðsluráðs og tveir kjörnir fulltrúar úr bæjarstjórn
Samþykkt var tillaga vinnuhópsins þess efnis að að reynslutími samnings við Hjallastefnuna ehf. um rekstur Sólborgar verði framlengdur um tvö ár eða til 1. ágúst 2017.
Skýrslan verður jafnframt lögð fyrir fræðsluráð.