Framtíðarsýn HSS staðfest
Jón Kristjánsson heilbrigðisráðherra og Sigríður Snæbjörnsdóttir framkvæmdastjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja staðfestu nýja framtíðarsýn stofnunarinnar í dag. Unnið hefur verið að gerð framtíðarsýnar fyrir stofnunina í nokkurn tíma og sagði heilbrigðisráðherra við þetta tilefni að nauðsynlegt væri hverri stofnun að hafa slíkt plagg til hliðsjónar í sinni vinnu. Ráðherra sagði að unnið væri í ráðuneytinu við framgang tillagnanna sem fram koma í framtíðarsýn stofnunarinnar, en að það væri gert með fyrirvara um niðurstöðu fjárlaga.
Myndin: Jón Kristjánsson heilbrigðisráðherra og Sigríður Snæbjörnsdóttir framkvæmdastjóri HSS takast í hendur eftir undirritunina í dag. VF-ljósmynd/Jóhannes Kr. Kristjánsson.