Framtíðarskipulag fyrir Garðskagasvæðið
Hreppsnefnd Gerðahrepps hefur samþykkt að kanna möguleika á að fá Sigríði Sigþórsdóttur arkitekt til að vinna að hugmyndum um framtíðarskipulag fyrir Garðskagasvæðið m.t.t. byggðasafns og ferðatengda þjónustu.
Í samtali við VF sagði Sigurður Jónsson, sveitarstjóri, að Sigríður hefði tekið vel í að vinna að þessu máli. Einnig hefur verið kannað með viðræðum við Siglingastofnun að fá meira húsnæði til afnota fyrir Byggðasafnið. Beðið er eftir svörum varðandi þau mál.
Þjóðminjaráð hefur samþykkt að veita Byggðasafninu í Garði 300 þús. kr. ríkisstyrk fyrir árið 2001 til skráningar á munum. Sigurður sagði að unnið hefði verið mjög gott starf í uppbyggingu á Byggðasafninu en huga þyrfti vel að framtíð þess og raunar svæðisins alls á Garðskaga. Af þeirri ástæðu hefði umrædd tillaga verið flutt í hreppsnefnd.
Í samtali við VF sagði Sigurður Jónsson, sveitarstjóri, að Sigríður hefði tekið vel í að vinna að þessu máli. Einnig hefur verið kannað með viðræðum við Siglingastofnun að fá meira húsnæði til afnota fyrir Byggðasafnið. Beðið er eftir svörum varðandi þau mál.
Þjóðminjaráð hefur samþykkt að veita Byggðasafninu í Garði 300 þús. kr. ríkisstyrk fyrir árið 2001 til skráningar á munum. Sigurður sagði að unnið hefði verið mjög gott starf í uppbyggingu á Byggðasafninu en huga þyrfti vel að framtíð þess og raunar svæðisins alls á Garðskaga. Af þeirri ástæðu hefði umrædd tillaga verið flutt í hreppsnefnd.