Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Framtíðar tölvuleikja-forritarar á Suðurnesjum
Hópurinn sem sóttu námskeiðið í Reykjanesbæ.
Mánudagur 8. júlí 2013 kl. 13:36

Framtíðar tölvuleikja-forritarar á Suðurnesjum

Nú í sumar taka um 500 börn á aldrinum 6-16 ára þátt í námskeiðum í tölvuleikjaforritun hjá Skema. Á námskeiðunum læra börnin að forrita tölvuleiki þar sem þau búa sér meðal annars til heim og setja inn í hann fyrirbæri af öllum stærðum og gerðum. Fyrirbærin eru síðan forrituð til að hreyfa sig og gera alls kyns kúnstir en námskeiðin hafa gefið góða raun á höfuðborgarsvæðinu og verið vinsæl meðal unga fólksins.

Í byrjun júní voru námskeiðin haldin í fyrsta sinn í Reykjanesbæ og það við góðar undirtektir.  Þá sóttu 19 börn námskeið hjá MSS, annarsvegar í Reykjanesbæ og hins vegar í Grindavík. Alls sóttu 13 börn grunnnámskeið í leikjaforritun hjá MSS. „Börnin stóðu sig frábærlega og sýndu mikinn áhuga á forrituninni,“ segir Sif Karlsdóttir, kennari námskeiðsins.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Sif segir greinilegt að mikill áhugi sé fyrir slíku meðal bæjarbúa og að námskeiðin í Reykjanesbæ séu komin til að vera. „Við þökkum fyrir góðar móttökur og hlökkum til að halda áfram að vinna með þessum öflugu krökkum.“

Frá námskeiðinu í Miðstöð símenntunar.

-

-

-