Framtíð svínabús á Vatnsleysuströnd skoðað í upphafi næsta kjörtímabils

Síld og fiskur ehf. lagði fram erindi til bæjarráðs Voga um framtíðarstöðu nýs svínabús í byrjun nóvember. Bæjarráð lagði fram erindið á síðasta fundi þess og þakkaði fyrirspurnina.
Sveitarstjórn Voga gerir ráð fyrir að hefjast handa við endurskoðun aðalskipulags í upphafi næsta kjörtímabils og telur því ekki raunhæft að taka afstöðu til erindisins að svo stöddu.