Framsóknarmenn vilja selja hlut Reykjanesbæjar í GGE
Fulltrúaráð Framsóknarfélaganna í Reykjanesbæ sem haldinn var í gær, sunnudag, sendi frá sér áskorun á bæjarstjórn Reykjanesbæjar um að selja ekki meira af hlutafé sínu í Hitaveitu Suðurnesja en nú þegar hefur verið gert. Fundurinn skorar einnig á bæjarstjórn Reykjanesbæjar að selja hlut sinn í Geysir Green Energy og nota andvirðið til að kaupa meira hlutafé í Hitaveitu Suðurnesja.