Framsóknarmenn í Sandgerði og Garði sameinast
	Sameiningar stjórnmálaafla í Garði og Sandgerði halda áfram. Nú ætla framsóknarmenn í sveitarfélögunum að sameinast í nýju félagi sem mun bjóða fram í bæjarstjórnarkosningum 26. maí nk. en þá verður í fyrsta skipti kosið í sameinuðu sveitarfélagi Sandgerðis og Garðs.
	Fundur um sameiningu framsóknarfélaga í Garði og Sandgerði verður í Garðinum á fimmtudagskvöldið , 1. mars kl. 20:30. Fundurinn fer fram í Auðarstofu, félagsstarfið eldri borgara.
	Í dag er Framsóknarflokkur með tvo bæjarfulltrúa í Sandgerði en í Garði hafa framsóknarmenn starfað með N-listanum.
				
	
				

 
	
				


 
						 
						 
						 
						 
						 
						

 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				 
				