Framsóknarmenn ætla sér þrjá menn í bæjarstjórn Reykjanesbæjar
Guðný Kristjánsdóttir er í baráttusæti Framsóknarmanna í Reykjanesbæ. Þetta kom fram við opnun kosningaskrifstofu flokksins að Hafnargötu 62 síðdegis í gær. Framsóknarmenn eru í dag með tvo bæjarfulltrúa en það kom greinilega fram við opnun skrifstofunnar að það verður fast sótt að koma þriðja manni inn.Fjölmargir voru við opnun skristofunnar í gær en framsóknarhúsið hefur fengið andlitslyftingu nú við upphaf kosningabaráttu.
Hilmar Bragi tók meðfylgjandi myndir við opnunina í gær.
Hilmar Bragi tók meðfylgjandi myndir við opnunina í gær.