Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Framsóknarfélögin í Garði, Sandgerði og Vogum sameinast
Jón Sigurðsson formaður sameinaða framsóknarfélagsins í Garði, Sandgerði og Vogum.
Föstudagur 16. mars 2018 kl. 09:26

Framsóknarfélögin í Garði, Sandgerði og Vogum sameinast

Framsóknarfélögin í Sandgerði, Garði og Vogum hafa verið sameinuð í eitt félag. Sameinast þau undir nafni Framsóknarfélags Sandgerðis þar til sameinað sveitarfélag Garðs og Sandgerðis fær nýtt nafn. Verður félagið þá kennt við hið sameinaða sveitarfélag.
 
Ný stjórn framsóknarfélagsins hefur verið kosin. Hana skipa Jón Sigurðsson formaður, Gunnlaugur Þór Hauksson, Jóna María Viktorsdóttir, Jenný Harðardóttir og Jóngeir Hlinason.
 
Framsóknarfélagið mun bjóða fram lista í komandi sveitarstjórnarkosningum í sameinuðu sveitarfélagi Garðs og Sandgerðis. Daði Bergþórsson hefur gefið kost á sér til að leiða listann en að sögn Jóns Sigurðssonar, formanns félagsins, er gert ráð fyrir að framboðslisti verði kominn fram um næstu mánaðamót.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024